The Dark Knight Rises sú síðasta 2. desember 2010 08:45 Sú Síðasta The Dark Knight Rises verður síðasta Batman-myndin sem Chris Nolan leikstýrir um höfuðóvin glæpamanna í Gotham-borg. Christian Bale lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist leggja skikkju Batman á hilluna eftir næstu mynd. Og nú hefur leikstjóri myndanna tekið af öll tvímæli; The Dark Knight Rises verður sú síðasta sem hann leikstýrir. Nolan lyfti grettistaki af Leðurblökumanninum eftir að George Clooney hafði nánast gengið af honum dauðum. Nú er ljóst að Nolan hyggst gera sívinsælan þríleik og leikstjórinn hlakkar mikið til ef marka má viðtal við hann í Entertainment Weekly. „Ég er mjög ánægður með að gera aðra Batman-mynd, það hefði verið erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað nýtt eftir Inception,“ útskýrir Nolan, en Inception er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsverðlaunahátíð. „Það verður mjög gott að skrifa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og umhverfi Batman-heimsins.“ Nolan viðurkennir einnig að hann sé ákaflega ánægður með að vera að ljúka við síðasta kaflann í sögunni um auðjöfurinn Bruce Wayne, sem berst gegn þrjótum Gotham-borgar í líki Leðurblökumannsins. „Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað kvikmyndaverinu finnst, við getum bara gert þennan lokakafla nákvæmlega eins og við viljum.“ Nolan útilokaði ekki að notfæra sér ónotaðar upptökur með Heath Ledger í hlutverki Jókersins en slíkt yrði ekki gert án samþykkis frá fjölskyldu leikarans. Hann bætti einnig við að Gátumeistarinn verði ekki næsti aðalþrjótur. „Við notfærum okkur þær persónur sem eru til fyrir og svo verða einhverjar nýjar kynntar til leiks.“ Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Christian Bale lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist leggja skikkju Batman á hilluna eftir næstu mynd. Og nú hefur leikstjóri myndanna tekið af öll tvímæli; The Dark Knight Rises verður sú síðasta sem hann leikstýrir. Nolan lyfti grettistaki af Leðurblökumanninum eftir að George Clooney hafði nánast gengið af honum dauðum. Nú er ljóst að Nolan hyggst gera sívinsælan þríleik og leikstjórinn hlakkar mikið til ef marka má viðtal við hann í Entertainment Weekly. „Ég er mjög ánægður með að gera aðra Batman-mynd, það hefði verið erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað nýtt eftir Inception,“ útskýrir Nolan, en Inception er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsverðlaunahátíð. „Það verður mjög gott að skrifa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og umhverfi Batman-heimsins.“ Nolan viðurkennir einnig að hann sé ákaflega ánægður með að vera að ljúka við síðasta kaflann í sögunni um auðjöfurinn Bruce Wayne, sem berst gegn þrjótum Gotham-borgar í líki Leðurblökumannsins. „Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað kvikmyndaverinu finnst, við getum bara gert þennan lokakafla nákvæmlega eins og við viljum.“ Nolan útilokaði ekki að notfæra sér ónotaðar upptökur með Heath Ledger í hlutverki Jókersins en slíkt yrði ekki gert án samþykkis frá fjölskyldu leikarans. Hann bætti einnig við að Gátumeistarinn verði ekki næsti aðalþrjótur. „Við notfærum okkur þær persónur sem eru til fyrir og svo verða einhverjar nýjar kynntar til leiks.“
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira