Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum 24. ágúst 2010 07:30 Paul Potts, sem sigraði heiminn með fyrstu áheyrnarprufu sinni í Britain Got Talent, hafði mikinn áhuga á því að koma til Íslands. Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira