Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00
Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00