Hætti sem vallarvörður og ákvað að gera gamanþætti 10. nóvember 2010 08:00 Stjörnulið Gestur Valur Sveinsson segist njóta aðstoðar Caspers Christiansen, Klovn-stjörnu, við að útfæra hugmynd að nýrri gamanþáttarö sem verður sýnd á RÚV eftir áramót. Arnar B. Gunnlaugsson knattspyrnukappi rekur framleiðslufyrirtækið Clear River Production ásamt Gesti Val en það framleiðir þættina. „Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallarstjórastarfinu á Vodafone-vellinum og fara í skóla til að læra sjálfur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Tríó er heiti á nýrri gamanþáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hugmyndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmyndagerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson og María Guðmundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þættirnir verða teknir upp í Mosfellsbæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var handritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármálakerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeykinu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo framvegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa handrit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja línurnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um framleiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallarstjórastarfinu á Vodafone-vellinum og fara í skóla til að læra sjálfur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Tríó er heiti á nýrri gamanþáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hugmyndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmyndagerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson og María Guðmundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þættirnir verða teknir upp í Mosfellsbæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var handritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármálakerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeykinu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo framvegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa handrit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja línurnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um framleiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira