Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 10:02 Ráðuneyti Kristjáns Möllers er með 10 sveitarfélög í skoðun vegna fjárhags þeirra. Mynd/ GVA. Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira