Lúkasjenkó sakaður um kosningasvindl 21. desember 2010 01:00 Við fangelsismúrana Ættingjar og vinir reyndu að fá fréttir af hinum handteknu í gær.nordicphotos/AFP Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“ Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“
Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira