List án landamæra blífur 29. apríl 2010 13:00 Verk eftir Kristin Þór Elíasson prýðir forsíðu bæklings hátíðarinnar í ár en þetta er í sjöunda sinn sem hún er haldin. Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar. Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar.
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“