Stórafmæli Sniglabandsins 25. ágúst 2010 08:00 Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira