Hlýjar tær á ferðalagi 21. desember 2010 06:00 Kristín Unnur Þórarinsdóttir og Ingibjörg Þóra Gestsdóttir. Vinkonurnar Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður og Kristín Unnur Þórarinsdóttir flugfreyja hafa hannað lopapeysu sem nýtist líka sem hlýtt teppi. Peysan nýtist sérlega vel á löngum ferðalögum. „Hún Kristín vinkona mín er flugfreyja og hugmyndin að teppapeysunni vaknaði hjá henni á löngum flugferðum þar sem hún fylgdist með því hvernig farþegar reyndu að koma sér þægilega fyrir undir litlu teppi,“ segir Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður, sem hefur hannað skemmtilega peysu í samvinnu við vinkonu sína Kristínu Unni Þórarinsdóttur. „Stína kom til mín með þá hugmynd að hanna flík sem gæti gert fólki lífið auðveldara á ferðalögum,“ útskýrir Ingibjörg. Þær stöllur hófu að gera nokkrar tilraunir í febrúar. Þær veltu hugmyndinni á milli sín og fengu meðal annars vini og ættingja til að leggja höfuðið í bleyti. Einn þeirra kom með þá hugmynd að nota ull. „Við hönnuðum mynstur, létum prjóna efni fyrir okkur í Glófa og létum bursta það bæði að utan og innan svo það stingi ekki,“ segir Ingibjörg en þær Kristín saumuðu síðan peysuna úr vélprjónuðu efninu.Ingibjörg hefur það notalegt með góða bók og vafin inn í teppapeysuna notalegu. Fréttablaðið/StefánEn hvernig virkar peysan? „Hún virkar í fyrsta lagi sem utanyfirflík sem rennt er upp með rennilás. Þá er neðri hluti hennar hnepptur upp. Í öðru lagi er flíkin teppi. Þá eru hnapparnir losaðir og til verður teppapeysa þar sem hægt er að stinga tánum ofan í prjónaðan poka,“ segir Ingibjörg og áréttar að peysan sé mjög hlý enda fjórföld í bakið þegar neðri hluta hennar er hneppt upp. „Hún vegur þó aðeins rúmt kíló og því ekki þungt að vera í henni,“ segir hún og bendir á að hægt sé að rúlla peysunni allri inn í hettuna. Þannig verði til koddi auk þess sem auðvelt sé að ferðast með hana. Nánar má fræðast um peysuna á koffort.is en peysuna má fá í Ísbirninum á Laugaveginum, Hrím hönnunarhúsi á Akureyri og í Leifsstöð. solveig@frettabladid.is Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Vinkonurnar Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður og Kristín Unnur Þórarinsdóttir flugfreyja hafa hannað lopapeysu sem nýtist líka sem hlýtt teppi. Peysan nýtist sérlega vel á löngum ferðalögum. „Hún Kristín vinkona mín er flugfreyja og hugmyndin að teppapeysunni vaknaði hjá henni á löngum flugferðum þar sem hún fylgdist með því hvernig farþegar reyndu að koma sér þægilega fyrir undir litlu teppi,“ segir Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður, sem hefur hannað skemmtilega peysu í samvinnu við vinkonu sína Kristínu Unni Þórarinsdóttur. „Stína kom til mín með þá hugmynd að hanna flík sem gæti gert fólki lífið auðveldara á ferðalögum,“ útskýrir Ingibjörg. Þær stöllur hófu að gera nokkrar tilraunir í febrúar. Þær veltu hugmyndinni á milli sín og fengu meðal annars vini og ættingja til að leggja höfuðið í bleyti. Einn þeirra kom með þá hugmynd að nota ull. „Við hönnuðum mynstur, létum prjóna efni fyrir okkur í Glófa og létum bursta það bæði að utan og innan svo það stingi ekki,“ segir Ingibjörg en þær Kristín saumuðu síðan peysuna úr vélprjónuðu efninu.Ingibjörg hefur það notalegt með góða bók og vafin inn í teppapeysuna notalegu. Fréttablaðið/StefánEn hvernig virkar peysan? „Hún virkar í fyrsta lagi sem utanyfirflík sem rennt er upp með rennilás. Þá er neðri hluti hennar hnepptur upp. Í öðru lagi er flíkin teppi. Þá eru hnapparnir losaðir og til verður teppapeysa þar sem hægt er að stinga tánum ofan í prjónaðan poka,“ segir Ingibjörg og áréttar að peysan sé mjög hlý enda fjórföld í bakið þegar neðri hluta hennar er hneppt upp. „Hún vegur þó aðeins rúmt kíló og því ekki þungt að vera í henni,“ segir hún og bendir á að hægt sé að rúlla peysunni allri inn í hettuna. Þannig verði til koddi auk þess sem auðvelt sé að ferðast með hana. Nánar má fræðast um peysuna á koffort.is en peysuna má fá í Ísbirninum á Laugaveginum, Hrím hönnunarhúsi á Akureyri og í Leifsstöð. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira