Aníta Briem giftir sig í dag 20. ágúst 2010 13:30 Geislandi brúður Aníta Briem leikkona var geislandi á rauða dreglinum stuttu áður en hún hélt til Grikklands þar sem hún giftist unnusta sínum Dean Paraskevopoulus við hátíðlega athöfn í dag. nordicphotos/getty „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00
Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“