Spilar fyrir milljónir Þjóðverja 11. febrúar 2009 04:00 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í einum vinsælasta tónlistarþætti Þýskalands í lok mars. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira