Stýrivextir og stjórnvöld Már Wolfgang Mixa skrifar 16. maí 2009 06:00 Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun