Minningartónleikar um Rúnar 5. febrúar 2009 06:00 Landsliðið heiðrar Rúnar á stórtónleikum í Laugardalshöllinni 2. maí. Fréttablaðið/Teitur Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira