Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 12. ágúst 2009 10:24 Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi. Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi.
Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46