Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld 24. júlí 2009 12:33 Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira