Frábærir leikmenn sem ég skil eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2009 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson og Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Valli Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því." Íslenski handboltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því."
Íslenski handboltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira