Starfsmenn JP Morgan fá háar bónusgreiðslur 17. júlí 2009 11:13 Laun starfsmanna JPMorgan bankans í Bandaríkjunum nálgast nú þær upphæðir sem tíðkuðust fyrir lánsfjárkrísuna. Starfsmönnunum er heitið háum bónusgreiðslum fyrir vel unnin störf. Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði JPMorgan mjög góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða 2,7 milljörðum dala sem jafngildir um 343 milljörðum íslenskra króna. Fréttirnar af bónusgreiðslum starfsmanna, samhliða miklum hagnaði bankans, koma einungis tveimur dögum eftir að Goldman Sachs tilkynnti um verulegar bónusgreiðslur til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu á öðrum ársfjórðungi. JPMorgan greiðir 229.255 starfsmönnum sínum 14,5 milljarða dala í laun á fyrstu sex mánuðum ársins. Það jafngildir rúmum 63 þúsund dölum á haus eða rúmum átta milljónum að meðaltali á hvern einasta starfsmann. Starfsmenn bankans á fjárfestingabankasviði fá sex milljarða af þeirri upphæð, að meðaltali nemur sú fjárhæð um þrjátíu milljónum króna á hvern starfsmann fyrir sex mánaða vinnu. Meðaltal bónusgreiðslna JPMorgan er þó töluvert lægra hjá en hjá Goldman Sachs sem greiðir 66% hærri bónusgreiðslur til sinna starfsmanna. Fjárfestingabankasvið JPMorgan skilaði 1,5 milljarða dala hagnaði og námu þóknunartekjur alls 2,2 milljörðum dala sem eru hæstu þóknunartekjur sem litið hafa dagsins ljós í bankageiranum á einum ársfjórðungi. Mikill kostnaður á einstaklingssviði bankans dró hins vegar úr annars frábærri afkomu. Bank of America og Citigroup, sem báðir hafa mikla markaðshlutdeild á einstaklingssviðinu í Bandaríkjunum, skila hálfsársuppgjöri á morgun og búast greiningaraðilar við því að þeir muni tilkynna um slæma afkomu á einstaklingssviðinu. Hvort það hefur síðan úrslitaáhrif á afkomu bankanna á hins vegar eftir að koma í ljós. Tengdar fréttir Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. 13. júlí 2009 14:02 Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu. 15. júlí 2009 15:30 Mikill hagnaður hjá JP Morgan Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað. 16. júlí 2009 13:09 Hagnast um 3,4 milljarða dala Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 milljarða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Uppgjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir. 15. júlí 2009 04:00 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Laun starfsmanna JPMorgan bankans í Bandaríkjunum nálgast nú þær upphæðir sem tíðkuðust fyrir lánsfjárkrísuna. Starfsmönnunum er heitið háum bónusgreiðslum fyrir vel unnin störf. Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði JPMorgan mjög góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða 2,7 milljörðum dala sem jafngildir um 343 milljörðum íslenskra króna. Fréttirnar af bónusgreiðslum starfsmanna, samhliða miklum hagnaði bankans, koma einungis tveimur dögum eftir að Goldman Sachs tilkynnti um verulegar bónusgreiðslur til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu á öðrum ársfjórðungi. JPMorgan greiðir 229.255 starfsmönnum sínum 14,5 milljarða dala í laun á fyrstu sex mánuðum ársins. Það jafngildir rúmum 63 þúsund dölum á haus eða rúmum átta milljónum að meðaltali á hvern einasta starfsmann. Starfsmenn bankans á fjárfestingabankasviði fá sex milljarða af þeirri upphæð, að meðaltali nemur sú fjárhæð um þrjátíu milljónum króna á hvern starfsmann fyrir sex mánaða vinnu. Meðaltal bónusgreiðslna JPMorgan er þó töluvert lægra hjá en hjá Goldman Sachs sem greiðir 66% hærri bónusgreiðslur til sinna starfsmanna. Fjárfestingabankasvið JPMorgan skilaði 1,5 milljarða dala hagnaði og námu þóknunartekjur alls 2,2 milljörðum dala sem eru hæstu þóknunartekjur sem litið hafa dagsins ljós í bankageiranum á einum ársfjórðungi. Mikill kostnaður á einstaklingssviði bankans dró hins vegar úr annars frábærri afkomu. Bank of America og Citigroup, sem báðir hafa mikla markaðshlutdeild á einstaklingssviðinu í Bandaríkjunum, skila hálfsársuppgjöri á morgun og búast greiningaraðilar við því að þeir muni tilkynna um slæma afkomu á einstaklingssviðinu. Hvort það hefur síðan úrslitaáhrif á afkomu bankanna á hins vegar eftir að koma í ljós.
Tengdar fréttir Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. 13. júlí 2009 14:02 Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu. 15. júlí 2009 15:30 Mikill hagnaður hjá JP Morgan Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað. 16. júlí 2009 13:09 Hagnast um 3,4 milljarða dala Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 milljarða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Uppgjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir. 15. júlí 2009 04:00 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. 13. júlí 2009 14:02
Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu. 15. júlí 2009 15:30
Mikill hagnaður hjá JP Morgan Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað. 16. júlí 2009 13:09
Hagnast um 3,4 milljarða dala Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 milljarða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Uppgjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir. 15. júlí 2009 04:00
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf