Færri misstu heimili sín en búist var við Gunnar Örn Jónsson skrifar 14. ágúst 2009 10:55 Frá Westminster í London. Um það bil 11,400 einstaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrftu að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. Fjöldi fólks sem misst hefur heimili sín dróst saman um tíu prósent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fréttastofa Sky greinir frá þessu í dag. Talið er að um 65 þúsund manns muni missa heimili sín á þessu ári þar sem atvinnuleysi komi líklega til með að aukast það sem eftir lifir árs. Mjög lágir vextir eru nú á Bretlandi en stýrivextir Seðlabanka Englands eru 0,5%. Auk þess hafa stjórnvöld sett um 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið til að aðstoða við enduruppbyggingu efnahagslífsins. Að mati margra sérfræðinga, hafa aðgerðir stjórnvalda hleypt jákvæðu lífi í efnahagslíf landsins en þó er fullsnemmt að fagna sigri í þeim efnum þar sem enn ríkir gríðarleg óvissa um efnahagsástandið á Bretlandi. Í gær greindi Vísir frá jákvæðum hagtölum frá Þýskalandi og Frakklandi, stærstu hagkerfum innan Evrópusambandsins. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7. ágúst 2009 10:36 Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. 12. ágúst 2009 13:37 Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. 12. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Um það bil 11,400 einstaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrftu að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. Fjöldi fólks sem misst hefur heimili sín dróst saman um tíu prósent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fréttastofa Sky greinir frá þessu í dag. Talið er að um 65 þúsund manns muni missa heimili sín á þessu ári þar sem atvinnuleysi komi líklega til með að aukast það sem eftir lifir árs. Mjög lágir vextir eru nú á Bretlandi en stýrivextir Seðlabanka Englands eru 0,5%. Auk þess hafa stjórnvöld sett um 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið til að aðstoða við enduruppbyggingu efnahagslífsins. Að mati margra sérfræðinga, hafa aðgerðir stjórnvalda hleypt jákvæðu lífi í efnahagslíf landsins en þó er fullsnemmt að fagna sigri í þeim efnum þar sem enn ríkir gríðarleg óvissa um efnahagsástandið á Bretlandi. Í gær greindi Vísir frá jákvæðum hagtölum frá Þýskalandi og Frakklandi, stærstu hagkerfum innan Evrópusambandsins.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7. ágúst 2009 10:36 Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. 12. ágúst 2009 13:37 Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. 12. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57
Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7. ágúst 2009 10:36
Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. 12. ágúst 2009 13:37
Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. 12. ágúst 2009 10:24