Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi 10. september 2009 14:24 Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira