Umfjöllun: KR gerði jafntefli við Basel Guðmundur Marínó Ingvarsson skrifar 30. júlí 2009 17:15 KR-ingar slógu gríska liðið Larissa út úr síðustu umferð. Mynd/Valli KR gerði jafntefli, 2-2, við Basel frá Sviss í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. KR-ingar leyfðu leikmönnum Basel að leika boltanum úti á vellinum og freistuðu þess að sækja hratt þegar boltinn og skilað það sér í tveimur mörkum á fyrstu mínútum leiksins. Það fyrra kom á sjöttu mínútu þegar Guðmundur Benediktsson skoraði af stuttu færi eftir að Baldur Sigurðsson skallaði aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar áfram í teignum. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson mark eftir hornspyrnu, ekki ósvipað markinu sem hann skoraði gegn Larissa í Grikklandi. Basel var meira með boltann án þess að skapa sér færi við mark KR sem að sama skapi hafa verið ógnandi í skyndisóknum og föstum leikatriðum. KR gaf andstæðingum sínum ekki mikið pláss á sínum eigin vallarhelming og var allt liðið mjög aftarlega á vellinum en leikaðferð KR gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Leikmenn Basel áttu auðveldara með að búa sér til pláss í síðari hálfleik og voru aðeins þrettán mínútur að minnka muninn en þar var á ferðinni Scott Chipperfield eftir skyndisókn. Það dró af KR-ingum er leið á hálfleikinn enda útheimtir leikaðferð þeirra mikla orku. Þrátt fyrir það fengu gestirnir ekki mörg færi en þó nógu mörg til að jafna metin en það gerði varamaðurinn Federico Almerares á 83. mínútu eftir að rangstöðutaktík KR brást.KR-ingar geta nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt góða stöðu sína í hálfleik betur en liðið sýndi oft góð tilþrif í leiknum en að lokum var einfaldlega of erfitt að liggja eins aftarlega og raun bar vitni gegn þetta sterku liði. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
KR gerði jafntefli, 2-2, við Basel frá Sviss í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. KR-ingar leyfðu leikmönnum Basel að leika boltanum úti á vellinum og freistuðu þess að sækja hratt þegar boltinn og skilað það sér í tveimur mörkum á fyrstu mínútum leiksins. Það fyrra kom á sjöttu mínútu þegar Guðmundur Benediktsson skoraði af stuttu færi eftir að Baldur Sigurðsson skallaði aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar áfram í teignum. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson mark eftir hornspyrnu, ekki ósvipað markinu sem hann skoraði gegn Larissa í Grikklandi. Basel var meira með boltann án þess að skapa sér færi við mark KR sem að sama skapi hafa verið ógnandi í skyndisóknum og föstum leikatriðum. KR gaf andstæðingum sínum ekki mikið pláss á sínum eigin vallarhelming og var allt liðið mjög aftarlega á vellinum en leikaðferð KR gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Leikmenn Basel áttu auðveldara með að búa sér til pláss í síðari hálfleik og voru aðeins þrettán mínútur að minnka muninn en þar var á ferðinni Scott Chipperfield eftir skyndisókn. Það dró af KR-ingum er leið á hálfleikinn enda útheimtir leikaðferð þeirra mikla orku. Þrátt fyrir það fengu gestirnir ekki mörg færi en þó nógu mörg til að jafna metin en það gerði varamaðurinn Federico Almerares á 83. mínútu eftir að rangstöðutaktík KR brást.KR-ingar geta nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt góða stöðu sína í hálfleik betur en liðið sýndi oft góð tilþrif í leiknum en að lokum var einfaldlega of erfitt að liggja eins aftarlega og raun bar vitni gegn þetta sterku liði.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira