Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs 13. júlí 2009 14:02 Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf