Íslandshrun leiðir til breytinga í fjármálum breskra sveitarfélaga 21. september 2009 10:45 Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. Í frétt um málið í The Financial Times segir að um sé að ræða útfærslu á markaðssjóðum þar sem bæjar- og sveitarfélögin gætu ávaxtað lausafé sitt en það er talið nema um 30 milljörðum punda. Tap þessara félaga á íslensku bönkunum nam einum milljarði punda, eða ríflega 200 milljörðum kr. Þetta tap leiddi svo aftur til þess að félögin drógu í miklum mæli fé sitt úr úr breskum fasteignasjóðum (building societies). Samtök sveitarfélaga á Bretlandi (LGA) hafa veitt heimild sína til framangreindra viðræðnum um stofnun sérstakra markaðssjóða sem yrðu sniðnir að þörfum félaganna. LGA reiknar með að í krafti stærðar sinnar gætu félögin t.d. fengið afslátt af þeirri prósentu, allt að 0,2%, sem núverandi markaðssjóðir taka af viðskiptavinum sínum fyrir að ávaxta fjármuni þeirra. Þetta eru svo aftur slæmar fréttir fyrir fasteignafélögin sem horfa fram á enn frekari flótta fjármagns frá sér ef framangreindar viðræður skila árangri. Adrian Coles forstjóri samtaka fasteignasjóða í Bretlandi segir að bæjar- og sveitarfélögin hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna íslenska bankahrunsins..."Nú leita þeir umfram allt í örugg skjól með fjármuni sína," segir Coles. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. Í frétt um málið í The Financial Times segir að um sé að ræða útfærslu á markaðssjóðum þar sem bæjar- og sveitarfélögin gætu ávaxtað lausafé sitt en það er talið nema um 30 milljörðum punda. Tap þessara félaga á íslensku bönkunum nam einum milljarði punda, eða ríflega 200 milljörðum kr. Þetta tap leiddi svo aftur til þess að félögin drógu í miklum mæli fé sitt úr úr breskum fasteignasjóðum (building societies). Samtök sveitarfélaga á Bretlandi (LGA) hafa veitt heimild sína til framangreindra viðræðnum um stofnun sérstakra markaðssjóða sem yrðu sniðnir að þörfum félaganna. LGA reiknar með að í krafti stærðar sinnar gætu félögin t.d. fengið afslátt af þeirri prósentu, allt að 0,2%, sem núverandi markaðssjóðir taka af viðskiptavinum sínum fyrir að ávaxta fjármuni þeirra. Þetta eru svo aftur slæmar fréttir fyrir fasteignafélögin sem horfa fram á enn frekari flótta fjármagns frá sér ef framangreindar viðræður skila árangri. Adrian Coles forstjóri samtaka fasteignasjóða í Bretlandi segir að bæjar- og sveitarfélögin hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna íslenska bankahrunsins..."Nú leita þeir umfram allt í örugg skjól með fjármuni sína," segir Coles.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira