Dr. Doom: Það versta er að baki í kreppunni 17. júlí 2009 11:15 Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi." Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni. Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum. Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi." Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni. Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum. Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf