Morfís á bak við tjöldin: Afdrifaríkar breytingar á aðalfundi Viktor Orri Valgarðsson skrifar 13. október 2009 20:16 Það gengur á ýmsu í Morfís. Þriðjudaginn 29. September var aðalfundur Morfís haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Fulltrúar aðildaskóla Morfís gerðu þar heiðarlega tilraun til að sætta deiluefni, ræða lagabreytingatillögur og kjósa í nýja stjórn Morfís. Má segja að eftir tveggja klukkustunda langan fund hafi þessum markmiðum verið náð í meginatriðum. Fundurinn hófst á ársskýrslu fráfarandi Morfísstjórnar sem lítið var deilt um en samþykkt var einróma að stjórn Morfís skyldi greiða sigurliði Verzlunarskóla Íslands sigurlaun upp á 120.000 krónur. Að því loknu var ráðist í lagabreytingatillögur. Tveggja dómara reglunni breytt í 50 stiga regluna Mikið var rætt um hina svokölluðu „tveggja dómara reglu“ sem innleidd var í lög Morfís síðasta vetur, réði úrslitum nokkurra keppna og olli miklu fjaðrafoki og deilum á tímabilinu. Reglan gengur út á það að sé lið stigahæst á dómblöðum tveggja dómara í keppni vinni það lið óháð heildarstigafjölda. Eftir langar umræður var lagabreytingatillaga fulltrúa MR samþykkt en hún kveður á um að „tveggja dómara reglan“ taki ekki gildi nema munur á liðum sé 50 stig eða meiri. Er það gert til að tryggja að hún gildi aðeins ef einn dómari dæmir verulega á skjön við hina tvo. Var mál manna að þetta væri ágætis málamiðlun en ekki skal loku fyrir það skotið að upp komi deiluefni um hana í vetur ef úrslit ráðast vegna hennar. Þótti einhverjum það t.d. skrítin tilhugsun að lið gæti bölvað dómara eftir keppni fyrir að gefa sér of mörg stig ef liðið skríður þannig yfir 50 stiga múrinn og tapar keppninni. Nýtt dómblað fellt og dómurum í úrslitum fjölgað Einnig voru lagðar fram tillögur til breytinga á dómblaði Morfís sem fólu í sér að bæta við liðnum „Rök“, láta liðinn „Afstöðu“ koma í stað svara / meðalstiga í framsöguræðu og jafna margföldun í þeim tilgangi að auka vægi umræðunnar og vægi frummælanda í stigagjöf auk þess að einfalda útreikninga á dómblaðinu. Eftir langar deilur var þessi tillaga felld með miklum meirihluta á þeim forsendum að hún kynni að sníða ræðuliðum of þröngan stakk, draga úr skemmtanagildi keppninnar og valda gamalreyndum dómurum hugarangri. Einnig var lögð fram tillaga um að í úrslitum Morfís skyldu dómarar vera fimm, með þeim rökstuðningi að það myndi draga úr líkunum á „dómaraskandal“ og „öfgadómurum“ með því að einangra „dómarafaktorinn“ og minnka vægi sérvisku dómara. Þótti sumum of mikil vinna fólgin í því fyrir lið að þurfa að semja um fimm dómara í úrslitum en þó var þessi tillaga samþykkt með meirihluta atkvæða. Nýtt verklag innleitt í lög Auk þessa voru samþykkt lög um að dómarar skyldu slá útreikninga sína í töflureiknisskjal í dómarahléi til að koma í veg fyrir vitlausa útreikninga á úrslitum. Samþykkt var einnig að stjórn Morfís skyldi hafa útreikningsskjal á heimasíðu sinni og setja dómblöð með úrslitum keppna á síðuna innan tveggja vikna frá keppnisdegi. Loks voru samþykkt lög sem kveða á um að stjórnin skuli leitast við að halda áreiðanlegt bókhald (fundargerðir, lagabreytingar, dómblöð, upptökur o.fl.) og mælst var til að vefsíðan yrði efld og að Morfís leitaðist eftir skrifstofu-aðstöðu. Ný stjórn Morfís kosin Að þessum löngu umræðum loknum var kosið í stjórn og var hún sjálfkjörin og samþykkt með meirihluta atkvæða. Stjórn Morfís veturinn 2009-2010 er svo skipuð: Formaður: Arnþór Axelsson, MR Framkvæmdastjóri: Bergur Theódórsson, FS Ritari: Kristín Dóra Ólafsdóttir, Verzló Meðstjórnandi: Óttar Hrafn Kjartansson, Kvennó Menntaskólar Morfís Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þriðjudaginn 29. September var aðalfundur Morfís haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Fulltrúar aðildaskóla Morfís gerðu þar heiðarlega tilraun til að sætta deiluefni, ræða lagabreytingatillögur og kjósa í nýja stjórn Morfís. Má segja að eftir tveggja klukkustunda langan fund hafi þessum markmiðum verið náð í meginatriðum. Fundurinn hófst á ársskýrslu fráfarandi Morfísstjórnar sem lítið var deilt um en samþykkt var einróma að stjórn Morfís skyldi greiða sigurliði Verzlunarskóla Íslands sigurlaun upp á 120.000 krónur. Að því loknu var ráðist í lagabreytingatillögur. Tveggja dómara reglunni breytt í 50 stiga regluna Mikið var rætt um hina svokölluðu „tveggja dómara reglu“ sem innleidd var í lög Morfís síðasta vetur, réði úrslitum nokkurra keppna og olli miklu fjaðrafoki og deilum á tímabilinu. Reglan gengur út á það að sé lið stigahæst á dómblöðum tveggja dómara í keppni vinni það lið óháð heildarstigafjölda. Eftir langar umræður var lagabreytingatillaga fulltrúa MR samþykkt en hún kveður á um að „tveggja dómara reglan“ taki ekki gildi nema munur á liðum sé 50 stig eða meiri. Er það gert til að tryggja að hún gildi aðeins ef einn dómari dæmir verulega á skjön við hina tvo. Var mál manna að þetta væri ágætis málamiðlun en ekki skal loku fyrir það skotið að upp komi deiluefni um hana í vetur ef úrslit ráðast vegna hennar. Þótti einhverjum það t.d. skrítin tilhugsun að lið gæti bölvað dómara eftir keppni fyrir að gefa sér of mörg stig ef liðið skríður þannig yfir 50 stiga múrinn og tapar keppninni. Nýtt dómblað fellt og dómurum í úrslitum fjölgað Einnig voru lagðar fram tillögur til breytinga á dómblaði Morfís sem fólu í sér að bæta við liðnum „Rök“, láta liðinn „Afstöðu“ koma í stað svara / meðalstiga í framsöguræðu og jafna margföldun í þeim tilgangi að auka vægi umræðunnar og vægi frummælanda í stigagjöf auk þess að einfalda útreikninga á dómblaðinu. Eftir langar deilur var þessi tillaga felld með miklum meirihluta á þeim forsendum að hún kynni að sníða ræðuliðum of þröngan stakk, draga úr skemmtanagildi keppninnar og valda gamalreyndum dómurum hugarangri. Einnig var lögð fram tillaga um að í úrslitum Morfís skyldu dómarar vera fimm, með þeim rökstuðningi að það myndi draga úr líkunum á „dómaraskandal“ og „öfgadómurum“ með því að einangra „dómarafaktorinn“ og minnka vægi sérvisku dómara. Þótti sumum of mikil vinna fólgin í því fyrir lið að þurfa að semja um fimm dómara í úrslitum en þó var þessi tillaga samþykkt með meirihluta atkvæða. Nýtt verklag innleitt í lög Auk þessa voru samþykkt lög um að dómarar skyldu slá útreikninga sína í töflureiknisskjal í dómarahléi til að koma í veg fyrir vitlausa útreikninga á úrslitum. Samþykkt var einnig að stjórn Morfís skyldi hafa útreikningsskjal á heimasíðu sinni og setja dómblöð með úrslitum keppna á síðuna innan tveggja vikna frá keppnisdegi. Loks voru samþykkt lög sem kveða á um að stjórnin skuli leitast við að halda áreiðanlegt bókhald (fundargerðir, lagabreytingar, dómblöð, upptökur o.fl.) og mælst var til að vefsíðan yrði efld og að Morfís leitaðist eftir skrifstofu-aðstöðu. Ný stjórn Morfís kosin Að þessum löngu umræðum loknum var kosið í stjórn og var hún sjálfkjörin og samþykkt með meirihluta atkvæða. Stjórn Morfís veturinn 2009-2010 er svo skipuð: Formaður: Arnþór Axelsson, MR Framkvæmdastjóri: Bergur Theódórsson, FS Ritari: Kristín Dóra Ólafsdóttir, Verzló Meðstjórnandi: Óttar Hrafn Kjartansson, Kvennó
Menntaskólar Morfís Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“