Heimurinn er að losna undan taki kreppunnar 9. júlí 2009 11:15 Samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins (AGS) er kreppan nú að losa um tak sitt á alheimshagkerfinu og bati, þó veikur sé, er í sjónmáli. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfið á heimsvísu dragist saman um 1,4% á þessu ári, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins. Spáin fyrir næsta ár hefur hins vegar verið uppfærð og gerir sjóðurinn nú ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2010, en í fyrri spá frá því í apríl var gert ráð fyrir innan við 2% vexti. Mestu munar þar um að sjóðurinn metur horfurnar nú mun skárri framundan í tveimur af stærstu hagkerfum heimsins, Bandaríkjunum og Japan. AGS spáir nú að hagvöxtur verði 0,8% í Bandaríkjunum árið 2010 eftir að hafa dregist saman um 2,6% á þessu ári. Þá gerir spáin ráð fyrir að japanska hagkerfið dragist saman um 6% á þessu ári en vaxti svo um 1,7% á næsta ári. Þetta eru mun bjartari spár en sáust fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Auk þessa hækkaði AGS spár sínar fyrir hagvöxt í ýmsum af stærstu nýmarkaðsríkjunum á næsta ári. Oliver Blanchard aðalhagfræðingur AGS sagði í gær, þegar spáin var kynnt, að öflin sem væru að draga alheimshagkerfið niður væru nú orðin veikari en áður en hinsvegar væru öflin sem draga hagkerfið upp á við ennþá afar veik. Batinn framundan verður því hægur en mestu munar þó um að batinn sé vissulega í sjónmáli. Sjóðurinn varar hinsvegar við að kreppan sé enn ekki að baki þrátt fyrir að erfiðasti hjallinn væri búinn, enda eru fjármálafyrirtæki ennþá veik og aðgengi að lánsfé skert. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins (AGS) er kreppan nú að losa um tak sitt á alheimshagkerfinu og bati, þó veikur sé, er í sjónmáli. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfið á heimsvísu dragist saman um 1,4% á þessu ári, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins. Spáin fyrir næsta ár hefur hins vegar verið uppfærð og gerir sjóðurinn nú ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2010, en í fyrri spá frá því í apríl var gert ráð fyrir innan við 2% vexti. Mestu munar þar um að sjóðurinn metur horfurnar nú mun skárri framundan í tveimur af stærstu hagkerfum heimsins, Bandaríkjunum og Japan. AGS spáir nú að hagvöxtur verði 0,8% í Bandaríkjunum árið 2010 eftir að hafa dregist saman um 2,6% á þessu ári. Þá gerir spáin ráð fyrir að japanska hagkerfið dragist saman um 6% á þessu ári en vaxti svo um 1,7% á næsta ári. Þetta eru mun bjartari spár en sáust fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Auk þessa hækkaði AGS spár sínar fyrir hagvöxt í ýmsum af stærstu nýmarkaðsríkjunum á næsta ári. Oliver Blanchard aðalhagfræðingur AGS sagði í gær, þegar spáin var kynnt, að öflin sem væru að draga alheimshagkerfið niður væru nú orðin veikari en áður en hinsvegar væru öflin sem draga hagkerfið upp á við ennþá afar veik. Batinn framundan verður því hægur en mestu munar þó um að batinn sé vissulega í sjónmáli. Sjóðurinn varar hinsvegar við að kreppan sé enn ekki að baki þrátt fyrir að erfiðasti hjallinn væri búinn, enda eru fjármálafyrirtæki ennþá veik og aðgengi að lánsfé skert.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf