Terry veitir Drogba stuðning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2009 09:53 Didier Drogba lætur norska dómarann heyra það í gær. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira