Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu 4. september 2009 11:11 Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira