Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi Breki Logason skrifar 30. júlí 2009 16:01 Gunnleifur Gunnleifsson var í marki HK á móti Blikum í kvöld. Mynd/Vilhelm Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum. Íslenski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira