Danskt félag Björgólfs Thors í miklum vandræðum 3. júlí 2009 11:26 Eignarhaldsfélagið SG Nord Holding sem er að hálfu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er í miklum vandræðum að því er segir í viðskiptablaðinu Börsen. Helsta eign SG Nord Holding er 30% hlutur í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Vegna fréttarinnar í Börsen féllu hlutabréf í Sjælsö Gruppen um 11% á markaðinum í Kaupmannahöfn í morgun en hafa náð sér á strik og undir hádegið var lækkunin komin niður í 2,4%. Samkvæmt umfjöllun Börsen eru það aðeins liðlegheit í viðskiptabönkum SG Nord Holding sem halda félaginu á floti í augnablikinu. Bankar þessir eru Straumur auk dönsku bankanna HSH Nord Bank og Aareal Bank. „Bæði Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding eru í fjárhagsvandræðum. SG Nord Holding er í vandræðum með lán upp á 500 milljónir kr. (12 milljarða íslenskra kr.) sem greiða þarf vexti af," segir forstöðumaður greiningardeildar Nordea Markets, Michael West Hybolt, í samtali við Börsen. „Hingað til hafa vaxtagreiðslurnar upp á 25-35 milljónir kr. (600 til 840 milljónir íslenskra kr.) á ári verið greiddar með fjármagni frá Sjælsö Gruppen en nú er það ekki hægt lengur." Fjármagnsþörf SG Nord Holding er 100-220 milljónir danskra kr. í nýju lausafé í ár og á næsta ári. Björgólfur Thor á SG Nord Holding á móti bræðurnum Ib og Torben Rönje. Torben segir að ekki séu uppi áætlanir uim að selja af hlutnum í Sjælsö Gruppen til að útvega nýtt lausafé. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eignarhaldsfélagið SG Nord Holding sem er að hálfu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er í miklum vandræðum að því er segir í viðskiptablaðinu Börsen. Helsta eign SG Nord Holding er 30% hlutur í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Vegna fréttarinnar í Börsen féllu hlutabréf í Sjælsö Gruppen um 11% á markaðinum í Kaupmannahöfn í morgun en hafa náð sér á strik og undir hádegið var lækkunin komin niður í 2,4%. Samkvæmt umfjöllun Börsen eru það aðeins liðlegheit í viðskiptabönkum SG Nord Holding sem halda félaginu á floti í augnablikinu. Bankar þessir eru Straumur auk dönsku bankanna HSH Nord Bank og Aareal Bank. „Bæði Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding eru í fjárhagsvandræðum. SG Nord Holding er í vandræðum með lán upp á 500 milljónir kr. (12 milljarða íslenskra kr.) sem greiða þarf vexti af," segir forstöðumaður greiningardeildar Nordea Markets, Michael West Hybolt, í samtali við Börsen. „Hingað til hafa vaxtagreiðslurnar upp á 25-35 milljónir kr. (600 til 840 milljónir íslenskra kr.) á ári verið greiddar með fjármagni frá Sjælsö Gruppen en nú er það ekki hægt lengur." Fjármagnsþörf SG Nord Holding er 100-220 milljónir danskra kr. í nýju lausafé í ár og á næsta ári. Björgólfur Thor á SG Nord Holding á móti bræðurnum Ib og Torben Rönje. Torben segir að ekki séu uppi áætlanir uim að selja af hlutnum í Sjælsö Gruppen til að útvega nýtt lausafé.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf