Samsæriskenningar grassera kringum skuldabréfasmygl 25. júní 2009 09:51 Að hvaða niðurstöðu kemstu þegar þú blandar saman tveimur japönskum ríkisborgurum með fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf, hægfara farþegarlest á leið til Sviss og meðlimum í fjármálalögreglu Ítalíu? Svarið er 134 milljarða dollara, eða 17.000 milljarða kr., samsæriskenningar sem ganga nú eins og logi um akur á fjármálabloggsíðum netsins, segir í úttekt BBC á málinu. En á það bera að líta að sagan er eins og bók eftir John Le Carre. Sagan hefst þegar tveir fimmtugir Japanir voru nýlega stöðvaðir af ítölsku fjármálalögreglunni „Guardia di Finanza" í járnbrautarlest í bænum Chiasso, smábæ á landamærum Ítalíu og Sviss. Aðspurðir um hvort þeir væru með nokkuð tollskylt neituðu þeir því. Lögreglan ákvað samt að leita í ferðatöskum þeirra og fundu þá fyrrgreind skuldabréf falin í fölskum botnum í töskunum. Það sem síðar gerðist hefur komið ýmsum samsæriskenningum á flug því japönsku smyglurunum var nefnilega sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur. Spurningarnar sem hafa vaknað eru m.a. hvort skuldabréfin séu ekta eða fölsuð og afhverju voru þessir japönsku menn ekki handteknir? Voru þeir kannski í raun japanskir embættismenn í leyniför til að losa japönsk stjórnvöld við þessi bréf? Og ef svo er sýnir þá málið minnkandi tiltrú fjárfesta á að Bandaríkjamenn geti staðið við skuldabindingar sínar? Og hverjir aðrir eru flæktir í málið, spyrja bloggarar? Kannski ítalska mafían? Svör frá opinberum aðilum í Ítalíu hafa látið á sér standa en þau eru nú farin að síast út. Ítalska fjármálalögreglan segir að hún hafi ekki handtekið Japanina þar sem þeir höfðu ekki framið lögbrot. Viðurlögin við að flytja meir en 10.000 evrur í lausafé milli Ítalíu og Sviss eru sekt en ekki refsingar. Lögreglan hefur nú sent bréfin til Washington til að fá úr því skorið hvort þau eru ekta eða fölsuð. Steve Meyerhardt talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins, sem séð hefur myndir af bréfunum, er hinsvegar með það á hreinu að þau eru fölsuð. „Það er enginn vafi á að bréfin eru fölsuð," segir Meyerhardt. „Þau líta alls ekki út eins og bréf sem ráðuneytið gefur út." Þá vaknar spurningin, af hverju var verið að smygla bréfunum til Sviss ef þau voru fölsuð? Bankasérfræðingar segja að bréf sem þessi hafi verið notuð sem trygging gegn lánum eða lánalínum í fortíðinni. Lántakandinn hirði svo lánið og láti sig hverfa. Ef bandarísk yfirvöld kveða uppúr með að skuldabréfin séu fölsuð verða engir fyrir meiri vonbrigðum en ítölsk yfirvöld. Ef þau væru ekta fengi ríkissjóður Ítalíu nefnilega 38 milljarða dollara í sinn hlut, en það er sektarupphæðin fyrir smygltilraunina. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Að hvaða niðurstöðu kemstu þegar þú blandar saman tveimur japönskum ríkisborgurum með fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf, hægfara farþegarlest á leið til Sviss og meðlimum í fjármálalögreglu Ítalíu? Svarið er 134 milljarða dollara, eða 17.000 milljarða kr., samsæriskenningar sem ganga nú eins og logi um akur á fjármálabloggsíðum netsins, segir í úttekt BBC á málinu. En á það bera að líta að sagan er eins og bók eftir John Le Carre. Sagan hefst þegar tveir fimmtugir Japanir voru nýlega stöðvaðir af ítölsku fjármálalögreglunni „Guardia di Finanza" í járnbrautarlest í bænum Chiasso, smábæ á landamærum Ítalíu og Sviss. Aðspurðir um hvort þeir væru með nokkuð tollskylt neituðu þeir því. Lögreglan ákvað samt að leita í ferðatöskum þeirra og fundu þá fyrrgreind skuldabréf falin í fölskum botnum í töskunum. Það sem síðar gerðist hefur komið ýmsum samsæriskenningum á flug því japönsku smyglurunum var nefnilega sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur. Spurningarnar sem hafa vaknað eru m.a. hvort skuldabréfin séu ekta eða fölsuð og afhverju voru þessir japönsku menn ekki handteknir? Voru þeir kannski í raun japanskir embættismenn í leyniför til að losa japönsk stjórnvöld við þessi bréf? Og ef svo er sýnir þá málið minnkandi tiltrú fjárfesta á að Bandaríkjamenn geti staðið við skuldabindingar sínar? Og hverjir aðrir eru flæktir í málið, spyrja bloggarar? Kannski ítalska mafían? Svör frá opinberum aðilum í Ítalíu hafa látið á sér standa en þau eru nú farin að síast út. Ítalska fjármálalögreglan segir að hún hafi ekki handtekið Japanina þar sem þeir höfðu ekki framið lögbrot. Viðurlögin við að flytja meir en 10.000 evrur í lausafé milli Ítalíu og Sviss eru sekt en ekki refsingar. Lögreglan hefur nú sent bréfin til Washington til að fá úr því skorið hvort þau eru ekta eða fölsuð. Steve Meyerhardt talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins, sem séð hefur myndir af bréfunum, er hinsvegar með það á hreinu að þau eru fölsuð. „Það er enginn vafi á að bréfin eru fölsuð," segir Meyerhardt. „Þau líta alls ekki út eins og bréf sem ráðuneytið gefur út." Þá vaknar spurningin, af hverju var verið að smygla bréfunum til Sviss ef þau voru fölsuð? Bankasérfræðingar segja að bréf sem þessi hafi verið notuð sem trygging gegn lánum eða lánalínum í fortíðinni. Lántakandinn hirði svo lánið og láti sig hverfa. Ef bandarísk yfirvöld kveða uppúr með að skuldabréfin séu fölsuð verða engir fyrir meiri vonbrigðum en ítölsk yfirvöld. Ef þau væru ekta fengi ríkissjóður Ítalíu nefnilega 38 milljarða dollara í sinn hlut, en það er sektarupphæðin fyrir smygltilraunina.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf