Hvað eru norðurljós? Siggi stormur skrifar 4. febrúar 2009 12:00 Lega norðurljósanna á Norðurhveli jarðar. Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós. Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós.
Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira