Yfir 100 milljarða dollara kröfur í þrotabú Lehman Brothers 31. ágúst 2009 09:57 Höfuðstöðvar Lehman Brothers. Skiptastjórar Lehman Brothers í London telja að kröfur á hinn gjaldþrota banka gætu numið yfir 100 milljörðum dollara. Það jafngildir um 12.600 milljörðum króna. Fall Lehman Brothers í september á síðasta ári markaði upphafið að hinni langvinnu fjármálakreppu sem heimurinn býr nú við. Fyrrum forkólfar í íslensku viðskiptalífi hafa sumir hverjir sagt að fall hans hafi endanlega knésett íslenska bankakerfið. Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið PriceWaterhouseCoopers starfar fyrir fleiri en eitt hundrað fyrirtæki á Bretlandi og meginlandi Evrópu sem telja sig eiga kröfu á bankann. Því gætu kröfurnar numið yfir 100 milljörðum dollara að sögn PwC. Það er Reuters sem greinir frá þessu í dag. Kröfurnar eru margar hverjar verulega flóknar en stór hluti þeirra varð til vegna ábyrgða sem móðurfélagið framseldi til dótturfélaga bankans. PwC hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið sé að vinna með skiptastjórum í hlutdeildarfélögum Lehman Brothers til að skilja bókhaldsaðferðir félagsins til fulls. Sú samvinna ætti að koma í veg fyrir að hlutdeildarfélögin fari í dómsmál hvert gegn öðru. Starfsmenn, kröfuhafar og aðrir samningsaðilar Lehman Brothers hafa frest þangað til 22. september til að lýsa kröfum sínum í bú bankans. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Skiptastjórar Lehman Brothers í London telja að kröfur á hinn gjaldþrota banka gætu numið yfir 100 milljörðum dollara. Það jafngildir um 12.600 milljörðum króna. Fall Lehman Brothers í september á síðasta ári markaði upphafið að hinni langvinnu fjármálakreppu sem heimurinn býr nú við. Fyrrum forkólfar í íslensku viðskiptalífi hafa sumir hverjir sagt að fall hans hafi endanlega knésett íslenska bankakerfið. Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið PriceWaterhouseCoopers starfar fyrir fleiri en eitt hundrað fyrirtæki á Bretlandi og meginlandi Evrópu sem telja sig eiga kröfu á bankann. Því gætu kröfurnar numið yfir 100 milljörðum dollara að sögn PwC. Það er Reuters sem greinir frá þessu í dag. Kröfurnar eru margar hverjar verulega flóknar en stór hluti þeirra varð til vegna ábyrgða sem móðurfélagið framseldi til dótturfélaga bankans. PwC hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið sé að vinna með skiptastjórum í hlutdeildarfélögum Lehman Brothers til að skilja bókhaldsaðferðir félagsins til fulls. Sú samvinna ætti að koma í veg fyrir að hlutdeildarfélögin fari í dómsmál hvert gegn öðru. Starfsmenn, kröfuhafar og aðrir samningsaðilar Lehman Brothers hafa frest þangað til 22. september til að lýsa kröfum sínum í bú bankans.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira