Kjell Inge Rökke og frú leysa til sín tæpa 9 milljarða í hagnað 29. júní 2009 10:35 Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira