Kalifornía gæti fengið milljarða tekjur af kannabis 17. júlí 2009 14:08 Tillaga um að lögleiða kannabis hefur legið frammi á ríkisþingi Kaliforníu í nokkra mánuði. Nú hafa útreikningar frá skattyfirvöldum ríkisins sýnt að tómir sjóðir Kaliforníu gætu fengið 1,4 milljarða dollara eða tæplega 180 milljarða kr. ef af lögleiðingunni verður. Sökum þessa ætlar flutningsmaður tillögunnar að breyta henni þannig að fella út ákvæðið um að Kalifornía getur ekki fengið skatttekjur af kannabissölu fyrr en bandarísk stjórnvöld hafi lögleitt kannabis. Flutningsmaður tillögunnar er demókratinn Tom Ammiano. Þetta kemur fram í frétt á fréttaveitunni breitbart.com. Eins og kunnugt er af fréttum rambar Kalifornía nú á barmi gjaldþrots og þing ríkisins fundar nú um allar mögulegar leiðir til að minnka fjárlagahallann sem nemur rúmlega 26 milljörðum dollara. Samkvæmt útreikningum skattsins gæti ríkið fengið 990 milljónar dollara með sérstöku kannabis-gjaldi, svipuðu og áfengisgjaldið er. Þar að auki kæmu svo 392 milljónir dollara til viðbótar í söluskatt. Ammiano hefur rökstutt tillögu sína sem leið til að aðstoða við að létta á fjárhagsstöðu Kaliforníu. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tillaga um að lögleiða kannabis hefur legið frammi á ríkisþingi Kaliforníu í nokkra mánuði. Nú hafa útreikningar frá skattyfirvöldum ríkisins sýnt að tómir sjóðir Kaliforníu gætu fengið 1,4 milljarða dollara eða tæplega 180 milljarða kr. ef af lögleiðingunni verður. Sökum þessa ætlar flutningsmaður tillögunnar að breyta henni þannig að fella út ákvæðið um að Kalifornía getur ekki fengið skatttekjur af kannabissölu fyrr en bandarísk stjórnvöld hafi lögleitt kannabis. Flutningsmaður tillögunnar er demókratinn Tom Ammiano. Þetta kemur fram í frétt á fréttaveitunni breitbart.com. Eins og kunnugt er af fréttum rambar Kalifornía nú á barmi gjaldþrots og þing ríkisins fundar nú um allar mögulegar leiðir til að minnka fjárlagahallann sem nemur rúmlega 26 milljörðum dollara. Samkvæmt útreikningum skattsins gæti ríkið fengið 990 milljónar dollara með sérstöku kannabis-gjaldi, svipuðu og áfengisgjaldið er. Þar að auki kæmu svo 392 milljónir dollara til viðbótar í söluskatt. Ammiano hefur rökstutt tillögu sína sem leið til að aðstoða við að létta á fjárhagsstöðu Kaliforníu.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira