Hraðmeðferð fyrir Ísland inn í ESB veldur vandræðum 20. júlí 2009 10:49 Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005. Reuters birti greiningu á stöðu mála í framhaldi af því að alþingi samþykkti umsókn um aðildarviðræður við ESB. Þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni eftir aðild eru Króatía, Serbía, Bosnía, Makedónía, Albanía og Tyrkland. Samkvæmt Reuters á Ísland mikla möguleika á að fá hraðmeðferð inn í ESB og jafnvel komast þar inn á undan Króatíu sem stendur fremst í biðröðinni í augnablikinu. Þetta er sökum þess að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af reglugerðarverki ESB gegnum samninga sína í EFTA og EES. „Það er möguleiki á að Ísland gæti hoppað fram yfir Króatíu," segir diplómat hjá ESB í samtali við Reuters. „Slíkt myndi beina kastljósinu að því að lítið gengur með umsóknir þjóða á vestanverðum Balkanskaga." Staða fyrrgreindra þjóða gagnvart ESB er í stuttu máli sú að Holland kemur í veg fyrir inngöngu Serbíu vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafa sýnt lítinn samstarfsvilja við að upplýsa stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Grikkir koma í veg fyrir inngöngu Makedóníu sökum deilna um nafnið á landinu en Grikkir vilja að Makedóníumenn breyti því í eitthvað annað. Umsókn Bosníu hefur tafist vegna alþjóðlegra deilna um stöðu landsins og Þjóðverjar hafa komið í veg fyrir að viðræður hefjist við Albaníu. Tyrkir hafa reynt í nær fjögur ár að komast inn í ESB en innganga þeirra hefur strandað á deilum um skiptingu eyjunnar Kýpur og þess að Frakkar hafa áhyggjur af því að fá svo stóra þjóð múslima inn í sambandið. Diplómatar líta svo á að innganga þjóðanna á Balkanskaga inn í ESB geti leitt til stöðugleika á því landssvæði og þar með komið í veg fyrir að átök blossi þar upp að nýju. Vísbendingar eru nú uppi um að þjóðernissinnum í þessum löndum sé að vaxa fiskur um hrygg. Reuters hefur eftir einum diplómat að það sé nauðsynlegt fyrir ESB að taka tillit til þeirra þjóða sem þegar hafa sótt um þegar umsókn Íslands verður meðhöndluð. „Við verðum að passa okkur á því að einangra ekki eða ergja þessar þjóðir," segir hann. „Það má ekki líta út fyrir að ríkar þjóðir fái aðra meðferð en fátækar. Við verðum að gæta þess að allir hafi jafnan rétt." Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005. Reuters birti greiningu á stöðu mála í framhaldi af því að alþingi samþykkti umsókn um aðildarviðræður við ESB. Þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni eftir aðild eru Króatía, Serbía, Bosnía, Makedónía, Albanía og Tyrkland. Samkvæmt Reuters á Ísland mikla möguleika á að fá hraðmeðferð inn í ESB og jafnvel komast þar inn á undan Króatíu sem stendur fremst í biðröðinni í augnablikinu. Þetta er sökum þess að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af reglugerðarverki ESB gegnum samninga sína í EFTA og EES. „Það er möguleiki á að Ísland gæti hoppað fram yfir Króatíu," segir diplómat hjá ESB í samtali við Reuters. „Slíkt myndi beina kastljósinu að því að lítið gengur með umsóknir þjóða á vestanverðum Balkanskaga." Staða fyrrgreindra þjóða gagnvart ESB er í stuttu máli sú að Holland kemur í veg fyrir inngöngu Serbíu vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafa sýnt lítinn samstarfsvilja við að upplýsa stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Grikkir koma í veg fyrir inngöngu Makedóníu sökum deilna um nafnið á landinu en Grikkir vilja að Makedóníumenn breyti því í eitthvað annað. Umsókn Bosníu hefur tafist vegna alþjóðlegra deilna um stöðu landsins og Þjóðverjar hafa komið í veg fyrir að viðræður hefjist við Albaníu. Tyrkir hafa reynt í nær fjögur ár að komast inn í ESB en innganga þeirra hefur strandað á deilum um skiptingu eyjunnar Kýpur og þess að Frakkar hafa áhyggjur af því að fá svo stóra þjóð múslima inn í sambandið. Diplómatar líta svo á að innganga þjóðanna á Balkanskaga inn í ESB geti leitt til stöðugleika á því landssvæði og þar með komið í veg fyrir að átök blossi þar upp að nýju. Vísbendingar eru nú uppi um að þjóðernissinnum í þessum löndum sé að vaxa fiskur um hrygg. Reuters hefur eftir einum diplómat að það sé nauðsynlegt fyrir ESB að taka tillit til þeirra þjóða sem þegar hafa sótt um þegar umsókn Íslands verður meðhöndluð. „Við verðum að passa okkur á því að einangra ekki eða ergja þessar þjóðir," segir hann. „Það má ekki líta út fyrir að ríkar þjóðir fái aðra meðferð en fátækar. Við verðum að gæta þess að allir hafi jafnan rétt."
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira