Metallica meðal stóru nafnanna á Sonisphere Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2009 08:13 Óðurinn til gleðinnar. Metallica lætur gamminn geisa á sviðinu. MYND/EPA Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. Nýja hátíðin rís úr ösku hinnar fornfrægu Knebworth-tónlistarhátíðar en á henni tróð Led Zeppelin meðal annars upp fyrir réttum 30 árum. Nú stendur til að koma á fót heilmikilli samevrópskri tónlistarveislu undir heitinu Sonisphere og verður Knebworth-hátíðin eins konar Englandsdeild þeirrar hátíðar. Ætlunin er að byrja með látum en hátíðin verður haldin í ágúst eins og margar atkvæðamiklar rokkhátíðir. Það eru enda engir aukvisar sem hafa valist til að hleypa þessu þrekvirki af stokkunum. James Hetfield og félagar í Metallica mæta ótrauðir til leiks en af öðrum listamönnum sem boðað hafa komu sína er bandaríska nýmálmsveitin Linkin Park auk Guns´n´ Roses, Foo Figthers og bresku rokktröllanna Iron Maiden. Einn af skipuleggjendum Sonisphere, sem hefur þó ekkert með raftækjaframleiðandann Sony að gera, segir stefnuna vera að tefla fram 12 til 14 stórum nöfnum ár hvert og láta annað mæta afgangi. Það sé einfaldlega frekar bragðdauft að fara á tónlistarhátíðir þar sem margir tugir hljómsveita troði upp en engin þeirra skilji neitt sérstakt eftir. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. Nýja hátíðin rís úr ösku hinnar fornfrægu Knebworth-tónlistarhátíðar en á henni tróð Led Zeppelin meðal annars upp fyrir réttum 30 árum. Nú stendur til að koma á fót heilmikilli samevrópskri tónlistarveislu undir heitinu Sonisphere og verður Knebworth-hátíðin eins konar Englandsdeild þeirrar hátíðar. Ætlunin er að byrja með látum en hátíðin verður haldin í ágúst eins og margar atkvæðamiklar rokkhátíðir. Það eru enda engir aukvisar sem hafa valist til að hleypa þessu þrekvirki af stokkunum. James Hetfield og félagar í Metallica mæta ótrauðir til leiks en af öðrum listamönnum sem boðað hafa komu sína er bandaríska nýmálmsveitin Linkin Park auk Guns´n´ Roses, Foo Figthers og bresku rokktröllanna Iron Maiden. Einn af skipuleggjendum Sonisphere, sem hefur þó ekkert með raftækjaframleiðandann Sony að gera, segir stefnuna vera að tefla fram 12 til 14 stórum nöfnum ár hvert og láta annað mæta afgangi. Það sé einfaldlega frekar bragðdauft að fara á tónlistarhátíðir þar sem margir tugir hljómsveita troði upp en engin þeirra skilji neitt sérstakt eftir.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira