Þrjár mínútur skipta öllu 5. febrúar 2009 06:00 Spá spennandi úrslitum Friðrik og Regína eru hrifin af endurnýjuninni, Gillzenegger mælir með Elektra en Óttarr fylgist ekkert með keppninni. Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira