Heildarútlán Landsbankans fjórfölduðust á tæpum tveimur árum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 9. júní 2009 20:20 Landsbankinn í Lundúnum. Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf