Frysting eigna 6. febrúar 2009 18:33 Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira