Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta 15. júní 2009 09:54 Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf