FIH í hættu á lækkun lánshæfismats síns hjá Moody´s 23. júlí 2009 09:04 FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er í hættu á að fá lánshæfismat sitt lækkað hjá matsfyrirtækinu Moody´s. Moody´s hefur sagt að það íhugi að lækka lánshæfismat hjá 11 dönskum fjármálafyrirtækjum þar á meðal sjö bönkum. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að bankarnir sem hér um ræðir séu auk FIH, Nordea, Amagerbanken, Jyske Bank, Spar Nord Bank, Sydbank og Ringkjöbing Landbobank. Er Moody´s með þá á neikvæðum horfum. Hinsvegar segir Moody´s að það muni staðfesta núverandi lánshæfismat hjá Danske Bank og Föroya Banki en sá síðarnefndi er skráður í kauphöllinni hér á landi. Fram kemur í fréttinni að ástæðurnar fyrir því að Mody´s íhugar nú að lækka lánshæfið hjá þessum bönkum sé að framundan séu meiri afskriftir á lánum hjá dönskum fjármálastofnunum en Moody´s hafði áður gert ráð fyrir. Rekstur fjármálafyrirtækja í Danmörku verður erfiðari en áður var talið auk þess að Moody´s hefur áhyggjur af miklum skuldum heimila í landinu. Þá segir að útlit sé fyrir að samdrátturinn í efnahagslífi Dana muni halda áfram inn á næsta ár. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er í hættu á að fá lánshæfismat sitt lækkað hjá matsfyrirtækinu Moody´s. Moody´s hefur sagt að það íhugi að lækka lánshæfismat hjá 11 dönskum fjármálafyrirtækjum þar á meðal sjö bönkum. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að bankarnir sem hér um ræðir séu auk FIH, Nordea, Amagerbanken, Jyske Bank, Spar Nord Bank, Sydbank og Ringkjöbing Landbobank. Er Moody´s með þá á neikvæðum horfum. Hinsvegar segir Moody´s að það muni staðfesta núverandi lánshæfismat hjá Danske Bank og Föroya Banki en sá síðarnefndi er skráður í kauphöllinni hér á landi. Fram kemur í fréttinni að ástæðurnar fyrir því að Mody´s íhugar nú að lækka lánshæfið hjá þessum bönkum sé að framundan séu meiri afskriftir á lánum hjá dönskum fjármálastofnunum en Moody´s hafði áður gert ráð fyrir. Rekstur fjármálafyrirtækja í Danmörku verður erfiðari en áður var talið auk þess að Moody´s hefur áhyggjur af miklum skuldum heimila í landinu. Þá segir að útlit sé fyrir að samdrátturinn í efnahagslífi Dana muni halda áfram inn á næsta ár.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira