Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings 18. september 2009 08:46 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira