Er von að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði? 14. júlí 2009 15:51 Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira