Eva Joly vill koma Barroso úr embætti sínu hjá ESB 29. júní 2009 13:47 Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir," segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no. Joly var sem kunnugt er kjörin á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum Frakklands þar. Hún var í kjöri fyrir flokkinn Europe Écologie sem fékk 15% atkvæða. Græni hópur hennar á þinginu hefur 56 af 738 sætum á þinginu. „Við erum fámenn en ég get lofað því að við munum verða sýnileg á þinginu," segir Eva Joly. „Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu og ég mun vinna hart að aukinni siðvæðingu í fjármálalífinu." Hvað varðar baráttuna gegn Barroso segir e24.no að þar verði á brattan að sækja fyrir Evu Joly og flokksmenn hennar. Íhaldssamir þingmenn eru í meirihluta á Evrópuþinginu og Barroso er þeirra maður í embætti leiðtoga framkvæmdanefndarinnar. Í viðtalinu er einnig rætt um málefni Íslands og þar segir Eva Joly m.a. að eftirlitsstofnanir með íslenska bankakerfinu hafi klárlega brugðist. Þá gefur hún lítið fyrir strangar kröfur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins vaxtastig á Íslandi og kröfur um endurgreiðslur á láninu sem Ísland fékk frá sjóðnum. Hún telur að kröfur sjóðsins geri Íslendingum erfitt fyrir að endurreisa efnahagslíf sitt. „Sjóðnum er að stórum hluta stjórnað af Bretlandi sem beitir hörku gagnvart Íslandi," segir Joly. „Ísland glímir við risavaxnar skuldir en þjóðin telur aðeins 320 þúsund manns. Landið er í verulega slæmri stöðu." Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir," segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no. Joly var sem kunnugt er kjörin á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum Frakklands þar. Hún var í kjöri fyrir flokkinn Europe Écologie sem fékk 15% atkvæða. Græni hópur hennar á þinginu hefur 56 af 738 sætum á þinginu. „Við erum fámenn en ég get lofað því að við munum verða sýnileg á þinginu," segir Eva Joly. „Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu og ég mun vinna hart að aukinni siðvæðingu í fjármálalífinu." Hvað varðar baráttuna gegn Barroso segir e24.no að þar verði á brattan að sækja fyrir Evu Joly og flokksmenn hennar. Íhaldssamir þingmenn eru í meirihluta á Evrópuþinginu og Barroso er þeirra maður í embætti leiðtoga framkvæmdanefndarinnar. Í viðtalinu er einnig rætt um málefni Íslands og þar segir Eva Joly m.a. að eftirlitsstofnanir með íslenska bankakerfinu hafi klárlega brugðist. Þá gefur hún lítið fyrir strangar kröfur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins vaxtastig á Íslandi og kröfur um endurgreiðslur á láninu sem Ísland fékk frá sjóðnum. Hún telur að kröfur sjóðsins geri Íslendingum erfitt fyrir að endurreisa efnahagslíf sitt. „Sjóðnum er að stórum hluta stjórnað af Bretlandi sem beitir hörku gagnvart Íslandi," segir Joly. „Ísland glímir við risavaxnar skuldir en þjóðin telur aðeins 320 þúsund manns. Landið er í verulega slæmri stöðu."
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf