Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum 2. september 2009 08:52 Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira