Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi 28. júlí 2009 10:06 Frá London. Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni. Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga. Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi. Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum. Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi. Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni. Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga. Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi. Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum. Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi. Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira