Íslendingar ber ekki að taka á sig allar Icesave skuldbindingarnar Sigríður Mogensen skrifar 20. júlí 2009 12:02 Eiríkur Tómasson telur að ekki eigi að dreifa greiðslunum úr þrotabúinu. Mynd/ GVA. Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf