Plötusala dregst enn saman 7. janúar 2009 05:00 Átti vinsælasta lagið í Bretlandi Alexandra Burke átti jólasmellinn í ár, „Hallelujah“ eftir Leonard Cohen. Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“