Sterlingspundið í alvarlegri krísu Gunnar Örn Jónsson skrifar 2. júlí 2009 11:58 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands býr við margvísleg vandamál. Mynd/AP „Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira