Hæfileikar, fegurð og fágun 6. nóvember 2008 06:30 Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma á erlendum tónlistarsíðum fyrir plötu sína Sleepdrunk Seasons. mynd/leó stefánsson Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira